• Opus Dental 7.0 er TILBÚIÐ til uppsetningar

    0 Athugasemdir  23.6.2011 skrifað af Webmaster flokkað í Almennar fréttir

    Sjöund tilkynnir með stolti að Opus Dental 7.0 er tilbúið. Við vitum að mjög margir hafa beðið spenntir eftir þessari útgáfu þar sem hún inniheldur mikið af gagnlegum nýjungum. Í daglegum samskiptum höfum við fengið inn mikið af góðum ábendingum, hugmyndum og tillögum um það hvað mætti betur fara í hugbúnaðnum. Viðskiptavinir okkar hafa mikil áhrif á hvað er þróað í hverri útgáfu. Það er því ánægjulegt að tilkynna að margar óskir verða uppfylltar með þessari útgáfu.