Fyrirtækið

Sjöund er óháð þjónustu- og ráðgjafafyrirtæki í upplýsinga- og heilbrigðistækni. Sjöund býður fyrirtækjum upp á alhliða rekstrarþjónustu fyrir tölvukerfi, heilbrigðistæki, kerfisleigu, hýsingu, Internetþjónustu og gagnafluttning ásamt margs konar sérlausnum, ráðgjöf og kennslu


Hjá Sjöund starfa þrautreyndir sérfræðingar með áratuga reynslu í upplýsinga- og heilbrigðistækni. Við bjóðum persónulega þjónustu sem byggir á áreiðanleika, stuttum viðbragðstíma, þekkingu og reynslu. Daglegur rekstur tölvukerfa nær meðal annars til eftirlits með netþjónum, útstöðvum og annarra jaðartækja, víðnetskerfa, staðarnetskerfa, prentara, vírusvarna, skilvirkni, gagnaöryggis og afritunar. Unnið er eftir skilgreindum ferlum. Sjöund veitir einnig ráðgjöf við hönnun og uppsetningu á tölvukerfum sem og vali og kaupum á búnaði og rekstrarvörum. Í dag sér Sjöund um rekstur á tölvukerfum á ýmsum stöðum á landinu sem og erlendis.


 

Gildin okkar

Starfsfólk Sjöundar vinnur eftir skilgreindum gildum sem höfð eru að leiðarljósi í daglegu starfi

  • Áreiðanleiki - Við leggjum áherslu á að standa við gefin loforð og klárum það sem við byrjum á.
  • Fagmennska - Við leggjum metnað í að sýna vandvirk vinnubrögð og leggjum mikla áherslu á að hafa öll smáatriði í lagi.
  • Lipurð - Við erum lipur, snörp og auðvelt er að ná í okkur.
  • Frumkvæði - Við kappkostum að bjóða ávalt lausnir og þjónustu sem hentar viðskiptavinum okkar best á hverjum tíma.