Stefna Sjöundar um meðferð persónuupplýsinga mun hlýta lögum nr. 77/2000 um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga. 

Á vef Sjöundar gilda þær reglur um meðferð persónuupplýsinga að safna engum persónugreinanlegum upplýsingum þegar vefsvæðið er heimsótt, nema því aðeins að upplýst samþykki lesandans liggi fyrir. Vefþjónn Sjöundar þekkir aðeins Internet svæðisnafn og IP vistfang lesandans.  Þessar upplýsingar gefa ekki aðgang að netfangi eða öðrum persónugreinanlegum upplýsingum.

Safnað er upplýsingum um fjölda heimsókna, flettingar og sambærilegar upplýsingar um notkun og nýtingu vefsins án þess að þær séu raktar til einstakra notenda.  Þetta er eingöngu gert í þeim tilgangi að bæta innihald og notkun vefsins.

Í þeim tilfellum þar sem persónulegar upplýsingar eru skráðar t.d. vegna starfsumsókna, pantana eða beiðna um frekari upplýsingagjöf, þar sem þú þarft að skrá nafn þitt, heimilisfang, tölvupóstfang eða aðrar persónutengdar upplýsingar, skuldbindur Sjöund sig til þess að varðveita framangreindar upplýsingar á öruggan og tryggan hátt og mun ekki miðla á nokkurn hátt upplýsingum sem skráðar hafa verið í ofangreindum tilgangi til þriðja aðila án samþykkis viðkomandi aðila eða í kjölfar dómsúrskurðar.