Hér fara á eftir almennir skilmálar um viðskiptakjör Sjöundar. Þeir gilda um öll viðskipti Sjöundar nema um annað sé samið sérstaklega.


Ábyrgð á vörum

Tveggja ára neytendaábyrgð er á búnaði öðrum en rafhlöðum og rekstrarvöru. Sé nóta skráð á fyrirtæki er eins árs ábyrgð á búnaði öðrum en rekstrarvöru. Ábyrgð telst til framleiðslu- eða efnisgalla á vörum. Kaupnóta er ábyrgðarskírteini og skal því geyma.

Reikningsviðskipti

Fjölmörg fyrirtæki eru í reikningsviðskiptum hjá Sjöund. Þeir viðskiptamenn njóta mismunandi greiðslukjara, sem fer eftir magni og eðli viðskiptanna. Almennir skilmálar fyrir reikningsviðskiptum hjá Sjöund er úttektarmánuðurinn, þar sem gjalddagi er fyrsta dag næsta mánaðar og eindagi 10. dögum síðar. Dráttarvextir reiknast frá gjalddaga dragist greiðsla fram yfir eindaga. Sjöund er heimilt að leggja á seðilgjald kr. 275,- auk vanskilagjalds ofan á höfuðstól kröfu, 10 dögum eftir eindaga.

Meðferð ábendinga

Öllum starfsmönnum Sjöundar er umhugað um að veita sem bestu þjónustu sem völ er á. Ef þú verður var við annað, eða getur bent okkur á eitthvað sem betur má fara, værum við afar þakklát að fá að vita af því. Hægt er að hafa samband í gegnum vefinn okkar með því að smella á "Hafa samband" hérna efst á síðunni. Öllum ábendingum er svarað.

Reglur sem gilda um netviðskipti

Rafrænn fjarsölusamningur er jafngildur skriflegum samningi en kaupandi hefur þó rétt til að falla frá kaupunum, án kostnaðar*, í allt að fjórtán daga frá móttöku vörunnar að uppfylltum eftirtöldum skilyrðum:

  • Vörunni sé skilað til fyrirtækisins.
  • Innsigli á búnaði má ekki vera rofið.
  • Búnaðurinn sé óskemmdur og í upprunalegum umbúðum.
  • Að ekki sé um sérpöntun eða sérsniðna vöru að ræða.

*Við vöruskil er allur sendingarkostnaður á ábyrgð kaupanda og greiðist alfarið af honum. Þegar sendingarkostnaður er innifalinn í verði vöru á reikningi dregst sendingarkostnaður frá við endurgreiðslu skv. verðskrá Íslandspóst.