Sjöund er með lausnina fyrir þig

Sjöund hefur í boði fjölbreytta ráðgjöf og sérlausnir. Markmiðið er að koma til móts við væntingar viðskiptavina um aukna þjónustu í sambandi við ráðgjöf og sérlausnir í rekstri upplýsingakerfa.

Ekkert verkefni er of stórt eða lítið

Sjöund tekur að sér að vinna að sértæk verkefni með viðskiptavinum. Á meðal markmiða er að koma til móts við væntingar viðskiptavina Sjöundar um aukna þjónustu í sambandi við ráðgjöf og sérlausnir í rekstri upplýsinga- og heilbrigðiskerfa.

Starfsmenn hafa komið að ýmsum ólíkum verkefnum og eru fyrirtækjum og stofnunum innan handar á flestum sviðum upplýsinga- og heilbrigðistækninnar. Á kynningarfundi og í kjölfar hans eru þarfir viðskiptavina greindar og í kjölfarið eru settar fram tillögur og verkáætlanir sé breytinga þörf. Allt kapp er lagt á markviss og skilvirk vinnubrögð og gott samstarf við viðskiptavininn.

Markmiðið er einfalt: að finna bestu lausnina fyrir viðskiptavininn. Kynntu þér fjölbreyttar sérlausnir Sjöundar hér á síðunni.