Afritunarþjónusta

Vel útfært og skipulagt afritunarferli er besta leiðin til að vernda mikilvæg gögn fyrirtækja, gegn innbroti í tölvukerfi, vírusum og öðrum þeim hættum sem steðja að.
Sjöund býður fullkomna þjónustu afritunar, aðgengi og endurheimtu af gögnunum þínum með því að nýta öfluga samsetningu á búnaði Sjöundar, þróað afritunarferli og öguð vinnubrögð.

Sjöund býður uppá afritun í gegnum Opus backup, sem er einn öflugasti afritunarhugbúnaðurinn á markaðnum. Opus backup hefur reynst vel og er vinsæll í notkun hjá fyrirtækjum og einstaklingum fyrir stærri jafnt sem smærri afritunarlausnir.

Fullkomin lausn

Opus backup býður upp á margskonar tæknilega yfirburði til að gera afritunartöku bæði hagkvæma og örugga. Afritun hjá Sjöund byggir á svokallaðri síhlutafritun (e. Progressive Incremental Backup), en hún felst í því að aðeins er tekið afrit af þeim gögnum sem hafa breyst frá því síðasta afrit var tekið og aldrei þarf að taka heildarafrit af búnaði nema í upphafi afritunarferilsins. Þessi aðferð lágmarkar álag á búnað vegna flæðis gagna milli þjóna og nýtir betur pláss á geymslumiðlum þar sem sömu gögnin liggja ekki á mörgum miðlum á sama stað. 

Afritunarkerfið er virkt allan sólarhringinn og skiptir verkum upp í ákveðna röð. Meginþungi afritunar á gögnum af þjónum fer fram milli kl. 18:00 og 08:00 dag hvern. Utan þess tíma sinnir kerfið öðrum verkum, s.s. flutningi gagna í gagnaskýi, speglun afritaðra gagna milli afritunarþjóna, útþurrkun úreltra gagna og losun gagnarýmis.

Skilgreint afritunarferli

Það gilda staðlaðar verklagsreglur um afritunarferli Sjöundar. Ef viðskiptavinir óska eftir annars konar útfærslu er hægt að sérsníða afritunarreglur að þeirra þörfum t.d. þannig að geymslutími gagna og eintakafjöldi uppfylli kröfur þeirra. Þetta getur átt jafnt við einstök kerfi hjá viðkomandi fyrirtæki eða öll kerfi.

Eftirlit með afritun

Eftirlit með afritunartöku er innbyggt í Opus backup. Opus backup sendir afritunarskýrslur í tölvupósti til ábyrgðarmanna afritunarkerfa Sjöundar, kerfisstjóra viðkomandi fyrirtækja og einstaklinga sem eru í afritun hjá Sjöund.  Einnig er hægt að fylgjast með afritum á vefsíðu. Komi upp frávik við afritun þá fá kerfisstjórar og ábyrgðarmenn Opus backup tölvupóst og bregðast þeir við með því að skoða villuskilaboð í kerfisskrám þannig að hægt sé að greina frávikið. Sjöund býður einnig viðskiptavinum að fá tölvupóst og með því geta þeir fengið að sjá stöðu afritunar hjá sér.