Tölvudeildin þín

Sjöund tekur að sér daglegan rekstur tölvukerfa fyrirtækja. Markmið Sjöundar er að bjóða viðskiptavinum sínum persónulega fyrsta flokks þjónustu líkt og fyrirtækið væri þeirra eigin tölvudeild. Rekstrarþjónustan getur einnig verið hluti af heildarlausn, sem felur í sér hýsingu eða kerfisveitu.

Í daglegri umsjón tölvukerfa felst m.a. rekstur og eftirlit með staðar- og víðnetum, netþjónum, vinnustöðvum og jaðartækjum. Öryggi gagna er tryggt með skilvirkum fyrirfram ákveðnum verkreglum sem eru hannaðar samkvæmt viðurkenndum gæðastöðlum. Grunnöryggisþættir eins og eftirlit með afritun og stjórnun aðgengis að upplýsingakerfunum eru í öruggum höndum.

Í rekstrarþjónustu getur falist ráðgjöf og aðstoð við hönnun og uppsetningu kerfa, val og kaup á búnaði og notendaþjónusta, auk þess sem rekstur, eftirlit og umsjón gagnagrunna og annarra kerfa getur einnig falist í þjónustunni.

Í hnotskurn

Hér að neðan má sjá dæmi um hvað tölvudeildin þín býður upp á:

 • Rekstur miðlara
 • Aðgangsstýringar og notendastjórnun
 • Afritunarlausnir sem tryggja gagnaöryggi
 • Almenn notendaþjónusta
 • Eftirlit með vírusvörnum
 • Hagkvæmt verð fyrir stóra sem smáa
 • Hýsing á jafnt hugbúnaði sem vélbúnaði
 • Ljósleiðaratengingar við Internetið
 • Ráðgjöf um innkaup á hverskonar búnaði
 • Ráðgjöf um öryggismál
 • Rekstrarþjónusta á miðlurum í húsnæði viðskiptavina
 • Uppfærslur á hugbúnaði og stýrikerfum