Opus backup

Opus backup er margverðlaunaður afritunarhugbúnaður á heimsmælikvarða sem hentar bæði heimilum og fyrirtækjum, stórum og smáum.

Forritið er duglegt að aðstoða notendur sína sem gerir það að verkum að uppsetning og stillingar verður leikur einn. Eftir að Opus backup er komið í gang þá sér það sjálft um að senda notendum sínum skýrslur og upplýsingar um virkni forritsins í tölvupósti. Þannig verður eftirlit með afritunartökunni þægileg og algerlega sjálfvirk.

Liðleiki forritsins gerir það að verkum að hægt er að nota það hvort sem er til að afrita á eigin diska, sem netafritun eða blöndu af hvorutveggja. Opus backup nýtir sér svo alla nútíma tækni til að dulkóða, þjappa og minnka afritunartöku til að afritun verði örugg, taki litla bandbreidd og ódýr.

3 einföld skref til að koma sér í gang.

  1. Skráðu þig sem notandi á vefsíðu Sjöundar (það er ókeypis)

  2. Sæktu Opus backup á vefsíðu Sjöundar og settu forritið upp á tölvu eða netþjóni (frítt í 30 daga)

  3. Veldu það sem á að afrita og þú ert komin í gang (öll afritun er frí fyrstu 30 dagana)

 

Til að slá öllum við þá er hægt að nota Opus backup til að afrita á eigin diska án þess að afrita yfir netið og greiða fyrir það. Þannig geta fyrirtæki og einstaklingar orðið sér út um afritunarhugbúnað á heimsmælikvarða sem er allt að því frír.