Opus Dental

Opus Dental er vinnsælasta  og útbreiddasta tannlæknaforritið á Norðurlöndum. Hugbúnaðurinn er notaður daglega af meira en 15.000 tannlæknum á yfir 2.500 tannlæknastofum. Opus Dental er þróað af Opus Systemer AS sem hefur höfuðstöðvar í Osló en er með starfssemi í Noregi, Svíþjóð, Danmörku, Finnlandi, Íslandi, Englandi og Spáni. Opus Systemer AS hefur framleitt tannlæknaforritið Opus Dental síðan árið 1993.

Á Íslandi eru rúmlega 140 tannlæknar sem nota Opus Dental daglega á yfir 50 tannlæknastofum. Opus Dental var fyrst tekið í notkun á Íslandi árið 2007. Það má því með sanni segja að Opus Dental hafi á skömmum tíma orðið vinsælasta tannlæknaforritið á Íslandi.

Opus Dental er leiðandi tannlæknaforrit sem aðrir reyna að fylgja eftir

Opus Dental styður og einfaldar vinnu á tannlæknastofunni sem leiðir til tímasparnaðar og öruggra vinnuferla. Mikilvægar upplýsingar um stöðu sjúklinga eru á einfaldan hátt gerðar aðgengilegar sem eykur starfsöryggi. Tímasparnaður leiðir til þess að tannlæknirinn og starfsmenn hans geta betur einbeitt sér að tekjuskapandi starfi.

Örugg framtíð í höndum framleiðanda með mikið af hæfileikafólki

Eins og þekkt er þá flýgur tækninni hratt fram. Lífsskeið hvers forrits er því ekki meiri en 10 – 15 ár í besta falli. Eftir það er nauðsynlegt að endurskapa forritið á nýjum grunni til að hefja nýtt lífsskeið, svo hægt sé að nýta sér nútíma tækni í vinnslu við forritið. Í þessu fellst gríðarlega mikil vinna sem enginn annar framleiðandi tannlæknaforrits á Norðurlöndum hefur treyst sér til að gera. Opus Dental 6.0 var endurskapað frá grunni árið 2007, sem gefur okkur yfirburði í framþróun forritsins næstu árin.